<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 10, 2003

Helgin

Helgi var skemmtileg enda gefst ekki oft tækifæri til að eyða helgi með Kristjáni bróður. Ég talaði um það á fimmtudaginn að Kristján ætlaði að mæta á svæðið með þvinguna af pastavélinni. En eins og einhverja hefur grunað þá var hún ekki aðalástæðan fyrir komu hans til landsins. Ástæðan var sú að hann og félagar hans á Panicdesignlab tóku þátt í samkeppni um hönnun á sendiherrabústaðnum í Berlín og þeir gerði sér lítið fyrir og fengu viðurkenningu fyrir tillöguna. Til hamingju með það strákar!

Kristján og Mads félagi hans mættu á svæðið og tóku við viðurkenningunni í boði í utanríkisráðuneytinu á föstudaginn. Ég bauð þeim svo í mat og gaf þeim danskar kjúklingabringur. Ég ætlaði að sjálfsögðu að gefa þeim íslenskar en það voru bara til danskar í 10-11. Þetta voru reyndar eðal bringur og kílóið kostaði einungis 1000 kall. Mamma gaf þeim svo íslenskt lambalæri á laugardaginn.

Ég vil nota tækifærið og fagna tilkomu Iceland Express því án þess félags hefðu þeir ekki haft tök á því að koma. Ég er nokkuð viss um að Flugleiðir hefði ekki haft neitt annað en Saga class fyrir þá með svona skömmum fyrirvara.



Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?