<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 07, 2003

Í feðraorlofi

Nú er ég alveg dottinn í bloggið. Ég hef oft velt því fyrir mér hvaða hvatir fær fólk til að setjast niður og deila með umheiminum hvað það er stússa og hugsa frá degi til dags. En svo hef ég staðið mig að því að hafa mjög gaman að því að lesa blogg vina og kunningja og sérstaklega þeirra sem maður er ekki í daglegu sambandi við. Tala nú ekki um fjölmarga félaga sem búa í útlöndum. Ég vil því sérstaklega hvetja þá sem ég þekki og búa í útlöndum og hafa ekki komið sér upp bloggi að gera það hið snarasta (Kristján, Birna og Einar taki þetta sérstaklega til sín).

Ég ætla reyndar ekki að halda því fram að ástæðan fyrir þessari síðu sé fórnfýsi mín fyrir vini mína sem hafa ekki tök á því að vera í reglulegu sambandi. Ástæðan er aðallega sú að ég er í feðraorlofi og hef því meiri tíma en oft áður. Um feðraorlof er það eitt að segja að það er snilld! Án þess að ætla detta í einhverja væmni þá er ég búinn að eiga yndislegan tíma með dóttir minni sem ég hefði ekki viljað fara á mis við.

Á þessari síðu ætla ég að gefa ykkur innsýn í það hvernig er að vera í feðraorlofi og heimavinnandi húsfaðir í Vesturbænum. Lesendur munu líka þurfa að þola ýmsa hugrenninga og vangaveltur sem ég hefði annars fengið útrás fyrir á vinnufélögunum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?