<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 11, 2003

Dagurinn hjá okkur Sollu II

Sólveig vaknaði rúmlega þrjú og þá fékk hún graut að borða. Þetta er mjölgrautur sem er frekar braglaus og óspennandi. Undafarið hef ég blandað annað hvort peru- eða bananamauki út í til að fá smá bragð. Sólveig lætur sér þetta vel líka og borðar með bestu list. Úlfar og Kolfinna kíktu í kaffi seinnipartinn. Sólveigu fannst það mjög gaman enda er ekki oft sem hún hittir önnur börn. Ég held að Sollu finnist hið besta mál að fá svona heimsóknir því hún er örugglega stundum hundleið á hanga með pabba sínum allan daginn.

Þyrí kom og borðaði með okkur kvöldmat en fór aftur að lesa því hún var í prófi í dag. Kvöldið leið nú nokkuð tíðindalaust hjá okkur feðginunum, við horfðum á Fraiser og Sólveig var sofnuð fyrir tíu.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?