<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 10, 2003

Dagurinn hjá okkur Sollu

Þar sem ég tileinkaði þetta blogg feðraorlofinu þá er nú rétt að ég segi lesendum aðeins frá því hvernig dagurinn gengur fyrir sig hjá okkur Sollu. Hún vaknaði um áttaleytið í morgun en ég var svo heppinn að Þyrí vaknaði með henni og gaf henni að drekka. Sólveig sofnaði svo fljótlega aftur og svaf í klukkutíma. Við feðginin vorum hálflöt svo við lágum rúminu til 10 og þá drifum við okkur á lappir.

Sólveig skoðaði íbúðina í göngugrindinni á meðan pabbi fékk sér kaffi og las Fréttablaðið. Þessi göngugrind er alger snilld því hún getur farið nokkuð frjáls um íbúðina án þess að fara sér að voða. Ég verð reyndar að hafa nokkuð gott eftirlit með henni því þetta frelsi gerir henni kleift að ná í ýmislegt. Í morgun náði Sólveig í tóma kókómjólkurfernu sem var þó ekki meira tóm en svo að fötin hennar voru öll í kókómjólk. Hún varð auðvitað öskureið við pabba sinn þegar að ég tók fernuna af henni. Hún var reyndar fljót að gleyma því og snéri sér að Fréttablaðinu. Það fékk svipaða meðferð hjá henni eins og maður ímyndar sér að blaðið fái hjá væni sjúkum Sjálfstæðismönnum þessa dagana.

Eftir þessar aðgerðir var litla Solla bæði þreytt og svöng svo hún drakk pela hjá mér og við fórum í smá göngutúr í vagninum. Nú sefur hún út á svölum og ég geri ráð fyrir því að sofi í tvo tíma. Á meðan get bloggað en þarf nú að fara að sinna heimilstörfum. Uppvaskið bíður.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?