<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 20, 2003

...herinn burt?

Þá er þetta bansetta stríð hafið og Ísland tekur þátt eftir ákvörðun sem virðist hafa verið tekin í tveggja manna tali. Það er alveg ótrúlegt að þessi ákvörðun hafi verið tekin án nokkurrar umræðu á Alþingi né annars staðar í samfélaginu. Minnugur orða forsætisráðherra sem voru eitthvað á þá leið að múslímsk ríki væru ólýðræðisleg kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Tyrkneska þingið er búið að ræða það í allan dag hvort nota megi lofthelgi landsins í stríðinu. Hér þarf ekki ræða afnot af lofthelgi, flugvelli og þátttöku í að hreinsa skítinn eftir Bandaríkjamenn í Írak. Til að toppa allt saman er Íslensku þjóðinni er tilkynnt um þátttöku hennar í stríðinu af bandaríska utanríkisráðuneytinu. Talandi um stjórnmálamenn sem eru blindaðir af valdhroka og úr tengslum við kjósendur.

Ég hef verið fylgjandi veru varnaliðsins á Miðnesheiði en ef hún kostar okkur sjálfstæði í utanríkismálum verð ég endurskoða afstöðu mína. Enda virðist vera varnaliðsins snúast um atvinnu á Suðurnesjum ekki varnir Íslands. Ég ítreka það að Ísland á ekkert erindi í öryggisráð SÞ fyrr en við getum rekið sjálfstæða utanríkisstefnu.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?