<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 18, 2003

Bíð eftir Bush

Ég er bíða eftir ræðu Bush. Ætli hún komi nokkuð á óvart. Hann ætlar inn í Írak og setur Saddam einhverja úrslitakosti. Hlustaði á utanríkisráðherra í Íslandi í dag. Hann sagði nokkrum sinnum að stefna Íslands væri alveg skýr í þessu máli án þess að ég væri nokkru nær um hver hún er. Ég held að hún sé sú að fylgja könum að málum án þess að segja íslenskum kjósendum frá því. Ég veit ekki hvað Ísland er að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu ef það á að elta Bandaríkin í öllum málum.

Hjörtur hefur hætt við ótímabært andlát sitt á netinu og svo við höfum eitthvað til að gleðjast yfir.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?