<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 10, 2006

Spennandi prófkjörshelgi

Önnur stór prófkjörshelgi framundan, Samfylkingin í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkurinn í Kraganum og Suðurkjördæmi. Allt spennandi prófkjör en mismikið þó. Hjá Sjálfstæðiflokknum í Kraganum virðast Þorgerður Katrín og Bjarni nokkuð örugg með fyrstu tvö sætin og spennan aðallega um þriðja sætið en þar takast á Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson. Ragnheiður nýtur þess líklega að vera sterkur og vinsæll bæjarstjóri en Ármann er úr Kópavoginum en það hefur oft loðað við þetta kjördæmi að kosið er eftir póstnúmerum. En það sem vekur mesta athygli mína við þetta prófkjör er þó aðeins tíu manns lýstu yfir framboði sínu og kjörstjórn sá sig knúna til að bæta við einum frambjóðanda, Pétri Árna Jónssyni, eftir að framboðsfrestur rann út. Ellefu manns eru því um hituna í prófkjörinu. Þessi litli áhugi er ótrúlegur þar sem flokkurinn hefur nú þegar fimm sæti í Kraganum og allar líkur á að hann bæti við sig því sjötta þar sem þingsætum fjölgar úr ellefu í tólf í kjördæminu. Einnig eru að losna tvo þingsæti hjá flokknum þar sem Árni M. Mathiesen færir sig yfir Suðurkjördæmi og Sigríður Anna Þórðardóttir er að hætta. Í raun má tala um að þrjú sæti séu að losna þar Gunnar Birgisson var í þriðja sæti síðast en er orðinn bæjarstjóri í Kópavogi. Spurning hvort að fólk er farið að setja fyrir að taka þátt vegna mikils kostnaðar. Í sama kjördæmi buðu sig 17 fram hjá Samfylkingunni en í því prófkjöri var algert auglýsingabann. En þetta er víst ekki spurning um magn heldur gæði og ljóst að listi Sjálfstæðisflokksins í Kraganum verður mjög sterkur.

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er mesta spennan í kringum Árna Johnsen og gengi hans. Ég sagði í Blaðinu í dag að Árni væri wildcard í prófkjörinu, annað hvort tekur hann annað sætið með stæl eða verður ekki í topp fimm. En eyjamenn hafa alltaf verið duglegir að taka þátt í prófkjörum svo allt getur gerst. Ég held reyndar að það væri sterkast fyrir flokkinn ef Drífa myndi hreppa annað sætið. Svo er spurning með útlagana Gunnar Örlygsson og Kristján Pálsson. Ég held að Gunnar muni ekki hljóta náð í augum kjósenda Sjálfstæðisflokksins frekar en aðrir flokkaflakkarar en sem dæmi um þetta má nefna útreiðina sem Oktavía Jóhannesdóttir fékk hjá sjálfstæðum Akureyringum. Erfiðara er að spá um gengi Kristjáns enda ekki margir Suðurnesjamenn sem taka þátt í prófkjörinu og stuðningur þungvigtamanns eins Árna Sigfússonar getur skipt máli. Ég held þó að flestir Sjálfstæðismenn séu ekki búnir að fyrirgefa honum sérframboðið 2003 og þess vegna gæti hann orðið sár eftir morgundaginn.

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er einnig mjög spennandi, Ingibjörg, Össur og Jóhanna líklega örugg með þrjú fyrstu sætin en svo eru sjö sem keppast um fjórða sætið. Ég held að ómögulegt sé að spá um hvernig fer þar og ég geri ráð fyrir að fá atkvæði ráði úrslitum. Þetta mun sjálfsagt gagnast sitjandi þingmönnum en ég held að Steinunn Valdís og Kristrún Heimisdóttir eigi eftir að blanda sér í slaginn og því líklegt að einhverjir þingmenn koma til með að falla. En hverjir það verða þori ég ekki að spá um og þar ræður líklega mest um þátttaka og veður.
Ég þori ekki að spá fyrir röð fólks í þessum prófkjörum en bendi á spámanninn Pétur Gunnarsson en hann hefur sett fram spá um prófkjör sjálfstæðisflokksins lesendur hans hafa einnig verið duglegir að spá í commentakerfinu. Ef einhver er að lesa þessa síðu megið þið endilega leggja fram ykkar spá í commetin. Ef einver er með fullt hús (þ.e. spáir rétt um öll prófkjörin) eru vegleg verðlaun í boði.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?