<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 03, 2004

Hjónablogg

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hefur nafni síðunnar verið breytt í Hjónablogg. Það á vel við þar sem ég er ekki lengur heimavinnandi húsfaðir og betri helmingurinn hefur algerlega yfirtekið síðuna og hefur breytt henni í femenískt áróðursrit. Nú hefur hún fært sig upp á skaftið og ruðst inn á Selluna til að breiða út fagnaðarerindið.

En í framhaldi af umræðum um ævisögur þá er ég að lesa hið umdeilda rit Halldór eftir Hannes Hólstein. Ég verð að segja að bókin fer afskaplega hægt af stað og mér þykir Hólmsteinn dvelja full lengi við æsku skáldsins. Sérstaklega í ljósi þess að frásagnir af henni virðast vera byggðar nær eingöngu á bókum Laxness og Hannes því að bæta litlu við. Samkvæmt Helgu Kress er Hannes reyndar ekki bæta neinu við bækur sem eru þegar komnar út, ekki einu sinni eigin stíl! En ég læt ykkur vita hvernig bókin þróast.

Svo er Solla búin að uppfæra síðuna sína bæði með myndum og pistli.

P.s. Skrýtið hvernig bloggþörf (sem ég hef alveg verið laus við undanfarna mánuði) hellist yfir þegar maður á að vera leysa heimspróf.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?