<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Rigning og rok í aðdraganda verslunarmannahelgar. Týpískt. Við hjónin ætlum nú að skunda á Þingvöll um helgina ásamt dóttur og foreldrum. Erum samt að spá í að kíkja í Lundinn á föstudagskvöldinu, hvar Andansmenn eru með útihátíð. Sjáum aðeins til. Ef það verður rok og rigning er ég ekki viss um að ég nenni því. Reyndar sóttum ég og eiginmaðurinn um aðild (meira að segja samaðild) að því heiðursfélagi síðustu helgi. Þar af leiðandi er manni kannski ekki stætt á öðru en að mæta...

Er búin að fara aftur í golf. Fór um helgina og sló og gekk svona helv... vel. Fór svo í tíma hjá gæjanum aftur í fyrradag. Gekk vel líka - þangað til hann fór að kenna mér sveifluna. Þá fór allt í vitleysu og ég hætti að geta slegið. Var alltofmikið að hugsa um úlniðinn og olnbogann og að hafa hendina beina og og og....djísus. Verð greinilega að æfa mig betur og nýta betur mína náttúrurlegu hæfileika. Engu að síður var kennarinn ánægður með mig. Vildi meina að ég væri meira á þeirri línu að hafa verið í golfi í 2 ár, en ekki bara í 2 skipti :-)

föstudagur, júlí 23, 2004

Dadarahh. Eiginmaðurinn er búinn að kaupa miða til útlanda. Fer í september. Svo ætla ég að kaupa miða til útlanda. Fer í desember. Húsfeðra- og húsmæðraorlof í uppsiglingu.

Svo er ég búin að fara í golf og vígja settið sem ég fékk í útskriftargjöf. Mjög gaman. Fór í tíma hjá kennara sem sagði að ég væri náttúrutalent. Eftir að hann hafði kennt mér stöðuna og gripið gat ég slegið 40-50 metra. Ekki slæmt. Fer aftur í næstu viku, ekki spurning.

Á eftir hitti ég bleiku byltinguna í lönsj. Er ekki búin að hitta þær í heilan mánuð. Við sem vorum saman á hverjum einasta degi allan síðasta vetur.


laugardagur, júlí 03, 2004

Jamm og já. Kom í ljós að næturbrölt Sollunnar orsakaðist af eyrnabólgu. Foreldrarnir eru með nett samviskubit yfir öllum látunum og yfirlýsingum um óendanlega frekju í barninu. En í gær komu sýklalyf í hús og allir eru mun kátari og allt næturbrölt hætt. :-)

Ég er annars búin að vera að þræða útsölurnar síðustu vikuna. Fékk péééning í útskriftargjöf til að kaupa mér eitthvað fallegt og hef nú gert það. Útsölur eru náttla tær snilld og fyrir 20 þúsund krónur fékk ég nærföt, skó, pils í Karen Millen og DKNY buxur. Ekki slæm kaup það. Verandi lögfræðingur hefur fataklassinn farið frá Zöru og Hagkaup í Karen Millen og DKNY og er ég alveg í skýjunum með það. :-)

Vinnan gengur þrusuvel. Fullt að gera og mörg verkefni sem bíða. Heilmikil læti í vikunni þegar þurfti að birta stefnu á Akureyri deginum áður en málið fyrntist. En samt gaman að því. Stefnan send með flugvél og gert plan A og plan B til að ná að birta á réttum tíma. Var svo í stöðugu símasambandi við stefnuvottinn á Akureyri allan daginn. Fílaði mig eins og ég væri Bobby í Practice. :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?